Friday, November 14, 2014

Jóladagatal fyrir fjölskylduna

Ég er mikið jólabarn og elska allt sem tengist jólunum. Ég á það til að gera heldur mikið úr þeim - eiginlega meira en góðu hófi gegnir. Við erum því með margar hefðir, sumar frá minni fjölskyldu, aðrar frá Sigga fjölskyldu, enn aðrar frá fjölskyldu æskuvinkonu minnar (þar sem ég var heimalingur) og svo höfum við líka búið til okkar eigin.

Eitt af því sem ég hef gert síðan dóttir mín fæddist er jóladagatal fyrir fjölskylduna. Ég hef gert þessi dagatöl í hinum ýmsu útgáfum t.d. sem litla jólapakka, sett í umslög fyrir hvern dag og límt á spjald, sett í krukku til að draga úr, gert A4 lista og svo hef ég líka gert þetta sem dagatal. Í ár ætla ég að hafa þetta einfalt og þægilegt dagatal á ísskápnum.

Hugmyndin er að hafa eitthvað eitt skemmtilegt og öðruvísi að gera, með fjölskyldunni, á hverjum degi fram að jólum. 


Dagatalið má sjá hér að ofan en ef þið viljið ykkar eigin þá má nálgast það HÉR sem word skjal (mynd) og HÉR sem Excel skjal (breytanlegt).

***

Ef einhver er að spá í að gera dagatal úr umslögum þá vill svo skemmtilega til að ég á 5-6 kassa með 500 stk af A5 umslögum (með glugga). Þar sem ég er byrjuð á jólahreingerningunni væri gott að losna við kassana þannig að ef einhver hefur áhuga þá má sá hinn sami fá kasann á 500 kr. Þeir sem hafa áhuga geta annað hvort skilið eftir athugasemd hér að neðan eða sent mér skilaboð á facebook.  









***

No comments: