Saturday, August 16, 2014

Herbergi #6 - Stofan í smáatriðum

Hér kemur smá samantekt um öll smáatriðin tengd stofunni, svipað og ég gerði fyrir borðstofuna (sjá hér). Mér finnst þægilegt að gera þetta svona til að hafa yfirsýnina.
 
 
Málning
Málningin á veggjunum í stofunni heitir Sigga grár en þetta er málning sem við notum meira og minni í öllu húsinu. Við létum blanda hana fyrir okkur og hún er skírð í höfuðið á honum Sigga mínum. Málningin fæst hjá Litalandi og í Slippfélaginu.
 
Málningin á kassanum sem sjónvarpið er heitir Öskugrár, er á litakorti Rut Kára og fæst líka í Litalandi/Slippfélaginu.
 
Myndir
Myndirnar keypti ég árið 2006 í IKEA og ramman líka. Rammarnir voru eikarlitaðir en ég málaði þá bara með svartri afgangs (krítar)málningu frá Atla.
 
Sófinn
Sófinn er keyptur í ILVA og er eins og þessi HÉR nema dökk grár og þriggja sæta. Kostaði að mig minnir 99 þúsund en við keyptum hann á tax free helgi sem er mjög reglulega í ILVA.
 
Svarti púðinn í sófanum er frá Lín og hvítu með greinitrjánum eru úr Target.
 
Teppið
Teppið keyptum við líka í ILVA og það má sjá svipað teppi HÉR. Mig var búið að langa svona teppi síðan 2007 en þegar ég sýndi Ölmu vinkonu og Sigga það þá fannst þeim það svo hræðilega ljótt að þau gáfu því nafnið heilateppi. Það tók Sigga 7 ár að samþykkja það. :) 
 
Sófaborð
Ótrúlegt en satt þá er borðið líka keypt í ILVA, í sömu sendingu og allt hitt hér að ofan. Ég fann því miður ekki borðið á síðunni þeirra en hugsanlega er það ekki til því það vildi svo leiðinlega til að þegar við keyptum borðið þá voru þeir búnir að taka frá eitt borð handa tveimur aðilum svo við fengum gallað borð. Ég var búin að leita svo lengi að borði að við létum okkur hafa það og mig minnir að þetta hafi heldur ekki átt að koma aftur.
 
Kertastjaki
Kertastjakinn heitir String og er keyptur í Epal (sjá HÉR). Ég fékk hann í þrítugsafmælisgjöf og er svakalega skotin í honum. Hann er svo skemmtilega litríkur og gerir mjög mikið fyrir herbergið.
 
Stólar
Stólana gaf systir mín mér en hún keypti illafarið húsnæði á Akureyri og þegar þau opnuðu eina geymslu þar þá voru nokkrir stólar þar. Ég veit ekki hvar þeir voru keyptir en ég sá svipaða stóla í ILVA í nokkrum litum.
 
Skenkur og hillur
Skenkurinn og glerplatan er úr IKEA (sjá HÉR) en þetta er alveg eins og er í borðstofunni. Kassann utan um sjónvarpið smíðuðum við Siggi sjálf úr MDF plötum. Hillurnar keyptum við í Bauhaus því þar fást þær í mörgum mismunandi stærðum.
 
Annað
Flest allt litla dótið er úr West Elm og CB2 en það eru æðislegu uppáhalds búðirnar mínar í USA.
 
***
 
 

No comments: