Monday, August 6, 2012

Herbergi #1: Kommóðan

Velkomin aftur og vonandi áttu þið jafn góða Verslunarmanna helgi og ég!

...En að einhverju allt öðru. :)

Við keyptum þessa kommóðu af barnalandi í mars og planið var alltaf að setja hana inn til Bjarka. Þetta er (að mér skilst) IKEA kommóða frá ca 1980. Hún er ótrúlega nett og þægileg.


Við vorum mjög hrifin af henni eins og hún var en viðuðurinn passaði bara alls ekki inní herbergið. Við tókum þ.a.l. ákvörðun um að lakka hana hvíta (háglans).

Það sem við gerðum:

Við byrjuðum á því að losa allar skúffur.


Síðan pússuðum við allt létt með sandpappír.


Þá var bara að grunna....


....og lakka



Og svo *Ta-Da*!  ;)



Til að gera skúffurnar skemmtilegri þá keypti ég þennan krúttlega innpökkunarpappír í IKEA og setti hann í botninn á skúffunum með Mod Podge.



Mig langaði að mála eitthvað á skúffurnar en ég bara týmdi því ekki. Kannski set ég samt höldur seinna. :)
Heildar kostnaður var ca 9.000 kr.

Hvernig finnst ykkur? 

***




7 comments:

Þórey Jo said...

Vá ekkert smá flott hjá ykkur :D

Anonymous said...

Ótrúlega flott;)

Kv.Hjördís

Jórunn said...

Ég elska svona verkefni, gera gamalt að nýju. Er einmitt að vinna í svoleiðis á eldhúsinu okkar :D Svo er ég alltaf að reyna að finna hentuga kommóðu á barnalandi fyrir barnaherbergið. Mun nýta mér ráðið að skella pappír í botninn á skúffunni og modge poda það :D

alma said...

mjög flott!

Heimilisfrúin said...

Takk stelpur! Mikið rosalega er ég glöð að einhver sé farin að kommenta! ;)

Erna said...

Geggjað hjá ykkur!
Ertu s.s. að segja mér að ég ætti bara að drífa í því að mála rimlarúmið hennar Láru og að það sé ekkert mál?...langar að gera það hvítt en Stebbi sagði mér að gleyma því...það tæki ár og öld ;)

Heimilisfrúin said...

...ég er að segja þér það! ;) OG endilega taktu fyrir og eftir mynd og sendu mér. :)