Tuesday, August 21, 2012

Herbergi #1: Myndir

Mig langaði að hafa fullt af myndum inni hjá litla manninum. Hann elskar að skoða og þ.a.l. var tilvalið að setja upp myndavegg. Það sem ég þurfti að gera var að:

1. Finna stað
Mér fannst veggurinn þar sem kommóðan er henta best og því ákvað ég að setja myndirnar á hann.

(þetta var eina myndin sem ég átti. Þið verðið bara að reyna að horfa framhjá 
þessum litla sæta monsa) :)

2. Finna til ramma og undirbúa
Ég átti fullt af römmum inní geymslu sem ég notaði. 

Ég byrjaði á því að búa til "mót" af þeim úr pappír. Síðan fann ég út hvernig ég vildi hafa myndavegginn uppsettan. 

Ég prófaði mótin á vegginn með kennaratyggjói (það sparar götin :P).



3. Skrúfa upp myndaramma
Þegar ég var orðin sátt við uppröðunina náði ég í skrúfur og boraði þær á réttan stað í pappírinn. 

4. Að lokum
Í lokin tók ég pappírinn og hengdi upp rammana. Ég bætti líka við tveimur fiðrildum sem ég átti og volá! :)


Eins og þið sjáið þá eru flestir rammarnir tómir en planið er að setja eitthvað í þá á næstu mánuðum og ég mun að sjálfsögðu láta ykkur vita ef það verður eitthvað sniðugt.

***


3 comments:

Salvör said...

Góð hugmynd að setja upp myndavegg í barnaherbergi. Ég var einmitt að skella upp einum myndavegg á ganginn hjá mér :)

Heimilisfrúin said...

Úúú...ég hlakka til að sjá! :)

Anonymous said...

Guðrún Ásta: Sneddí þetta með pappírinn!