Um leið og ég opnaði Fréttablaðið í morgun og sá glaðninginn sem fylgdi því vissi ég að ég ætlaði að blogga um hetju í kvöld.
Hetja dagsins er Áslaug Ósk og fjölskyldan hennar. Ég er búin að fylgjast með þeim í svona 5 ár á blogginu hennar Áslaugar (HÉR).
Ég ætla ekkert að fara nánar út í söguna þeirra þar sem þið getið lesið um hana HÉR en mig langar að hrósa henni fyrir allt sem hún er að gera. Hún er með 4 börn, þar af eitt langveikt, með tvær matreiðslusíður á Facebook og finnur samt tíma til að búa uppskriftabækling...(svo reyndar gerir hún líka fullt annað.)
Eitt orð: Hetja!
Þetta er s.s. uppskriftabæklingurinn sem allir fengu í dag og *namm* ég ætla sko að prófa þetta á næstunni!
Ótrúlega flottur bæklingur og ég elska öll smáatriðin. :)
Svo er hún líka með heimasíðu byggða á samstarfinu milli hennar og Holtakjúklings sem heitir vefeldhus.is. Mæli með því að þið kíkið á þetta allt saman.
Skelli líka í lokin einu hrósi á Holtakjúkling fyrir að gefa henni þetta tækifæri. Eitthvað sem fleiri fyrirtæki mættu taka sér til fyrirmyndar! :)
***
No comments:
Post a Comment