Monday, September 3, 2012

Herbergi #2: Forstofan/gangurinn

Við erum byrjuð á næsta herbergi eða eiginlega herbergjum.

Forstofan og gangurinn niðri. 




Þegar ég var yngri þá sagði einhver við mig að "forstofan væri andlit hússins" því það er það sem ALLIR sjá. 

Hingað til hef ég ekki verið nógu ánægð með forstofuna og ganginn og það eru nokkrar ástæður fyrir því. 

Til að byrja með er þetta rými frekar lítið og gangurinn þröngur. Flísarnar eru ekki eins og ég vildi hafa þær (þó svo að ég valdi þær sjálf á sínum tíma) og þá aðallega fúgan sem er rauðbrún. Veggurinn sem tengir herbergin er líka langur og liggur að risa stórum glugga þannig að hann virkar alltaf skítugur eða illa sparslaður. Þá er líka mikið af dóti sem á ekki neinn stað og börn sem þurfa að læra að ganga frá (hratt og auðveldlega).... ;)

Hér eru myndir af þessum tveimur herbergjum:









Frekar óspennandi ekki satt?

...en ekki mikið lengur! Fullt af hugmyndum og það sem er komið er æðislegt!

Meira um það síðar. :)

***


4 comments:

Erna said...

Ég bíð mjög spennt - sérstaklega í ljósi þess hve herbergið hans Bjarka er sjúklega vel heppnað hjá ykkur. Og stóllinn er æði!

...p.s. ég hlýt að vera robot! Búin að gera nokkrar tilraunir til að ráða í þennan stafakóða til að geta kommentað, ekki að takast...

Salvör said...

Virkilega spennandi!

Heimilisfrúin said...

Ég þarf að skoða þetta kommentakerfi! :/

Þórunn Eva said...

OMG spennó !! hlakka til að sjá D: