Thursday, September 6, 2012

Herbergi #2: Málning

Ég vissi ekki alveg hvernig ég vildi hafa ganginn á litinn þegar við byrjuðum á herbergi #2. Ég vissi nokkurn vegin hvernig heildar myndin átti að vera en ekki meira en það. 

Ég var lengi að pæla í því að veggfóðra vegginn svona:


En svo fannst mér það "too much" því þessi veggur sést úr stofunni og allstaðar af efri hæðinni. Ég skoðaði líka önnur "rólegri" veggfóður en þau voru bara of dýr því þetta er svo stór veggur.

Þannig að við ákváðum að mála vegginn. 

Ég lendi alltaf í frekar miklum vandræðum með litaval á herbergjum. Það vill svo til að ég er oftast með einhvern ákveðinn lit í huga sem er ekki til á litaspjaldi. Þetta kemur sér illa því fólk sér liti mismunandi og þ.a.l. er ótrúlega erfitt að reyna að útskýra hvað maður vill - ef það er ekki til á spjaldi.

Forstofan og gangurinn voru ekki undantekning á þessu vandamáli. Ég byrjaði á því að finna lit sem mér fannst flottur en svo þegar við prófuðum hann á vegginn þá var hann alls ekki eins og ég átti von á.



Hann s.s. átti að vera ljóshimingrár (skiljiði?! ;) ) en var eiginlega bara ljósblár (litur nr. 2 á spjaldinu). Við fórum því aftur með hann í Litaland og maðurinn þar blandaði hann aftur fyrir okkur (s.s. til að fá litinn sem við vildum). Nýi liturinn varð bara eins og hann væri "skítugur" ljósblár (nú skiljiði pottþétt) þegar hann kom á vegginn og mér leist ekkert á hann.

Eeeen allt er þegar þrennt er og í þriðja skiptið þá bara fórum ekki heim fyrr en við vorum orðin sátt. Biðin var þess virði því í lokin fengum við þennan fullkomna ljóshimingráa lit! Þetta kalla ég góða þjónustu (og þetta kostaði ekkert aukalega og hann tók það sérstaklega fram að þetta væri ekkert vesen).

(Sést ekki vel en fremstur er fyrsti liturinn, svo fullkomni liturinn og svo "skítugi" liturinn)

Þá er það frumsýning á litnum sem varð fyrir valinu. Þið fáið því miður ekki að sjá mikið þar sem við erum að vinna í öðrum hlutum sem ég sýni fljótlega. 

*TA*DA*


Litir myndast náttúrulega ekki vel/rétt en þetta er allavega það sem myndavélin sér. :)

***

P.s. Takk enn og aftur fyrir allar heimsóknirnar, þetta er ekkert smá hvetjandi og frábært!
Ég er himinlifandi!

P.p.s. Ég er búin að laga kommentakerfið og nú eigið þið að geta sloppið við þetta stafarugl.

***

3 comments:

Anonymous said...

Geggjaður litur - gaman að fylgjast með :D
-arna (sem er sátt með nýja kommentakerfið :))

Anonymous said...

Flottur litur!

Kv.Hjördís

Jórunn said...

Frábær litur!

Mig vantar alveg drifkraftinn þinn mín kæra, svo margt sem þarf að gera á litla heimilinu mínu og við hjónin ekki alveg að finna kraftinn. En ég tvíeflist samt við að skoða bloggið hjá þér ;)

Bretta upp ermar og byrja svo!!