Monday, September 10, 2012

Herbergi #2: spegill

Þessi dagur er búinn að vera busy busy busy! 
Vann lengur en venjulega (samt bara til rúmlega 5), Krónan, elda mat, börn í ró, foreldrafélagsfundur, baka köku fyrir morgundaginn og núna blogg!

Þetta verður því stutt og ómerkilegt blogg. :)


Þessi gamli góði RL (Rúmfatalagers) spegill er búinn að vera í anddyrinu í ca. 2 ár. Við erum alls ekkert ósátt við útlitið á honum en mig langaði til að lakka hann skjanna hvítan og glansandi. 

1. Um að gera að finna sér góða vinnuaðstöðu ; p

2. Fyrir


3. Muna að teipa!


4. Fyrir og eftir


5. Loka umferðin 


Veit ekki hvort þið sjáið muninn en ég er allavega mjög sátt við útkomuna. :)

***

3 comments:

Anonymous said...

Ég er nýbúin að kaupa svona spegil sem ég spreyjaði hvítan, kemur rosa vel út :)

-LV

Guðrún Lilja said...

Ohh við eigum einmitt einn svona svipaðan geðveikan spegil í geymslunni en ramminn orðinn lúinn! Hvaða efni eruði að nota á þetta, hvernig lakk/spray??

Heimilisfrúin said...

Guðrún ég notaði Kópal FS grunn og Kópal perlulakk 80 (hvítt). Þetta eru vatnsþynntar vörur þannig að það er hægt að lakka inni og það kemur lítil lykt. Það er líka kostur að þú getur skolað allt úr penslunum og notað þá aftur. Keypt í BYKO og algjör snilld!