Nú er komið frost og þá þarf að hugsa um fuglana.
Ég sá þessa kúlu í RL á 399 kr. og keypti 4 stk. Þetta er ætlað fyrir kerti en það skiptir ekki öllu.
Ég fór svo inn í skáp og náði í þau fræ sem ég átti til og hrærði þeim saman.
Síðan fyllti ég kúluna og fór með út í garð.
Volá....ótrúlega krúttlegt lítið fuglahús! :)
Það stóð samt ekki lengi því um nóttina kom svaka óveður. Ég tók þau því inn og ætla að setja þau út aftur í sumar. Sýni ykkur hvað ég gerði í staðin seinna. :)
Endilega skellið ykkur´i RL og hamstrið svona kúlur.
***
No comments:
Post a Comment