Við erum að reyna að finna tíma til að klára þetta blessaða þvottahús okkar.
Ætluðum ekki að gera mikið þar - henda upp lofti, mála og smá dútl.
En nei þetta er sko ekki svona einfalt!
Við tókum okkur til á miðvikudaginn í síðustu viku og veggfóðruðum einn vegg og VÁ það var nú meira vesenið (og sagan virðist ekki vera búin).
Hér er smá sýnishorn af loftinu og veggfóðrinu.
Liturinn sem varð fyrir valinu var (án gríns og þrátt fyrir comment) grænn. :)
Ég held að ég sé að ná kósí stemningunni eins og ég ætlaði mér. Sýni meira þegar þetta klárast.
***
1 comment:
Þetta sem betur fer lítur út fyrir að vera MUN fallegri grænn litur en á myndunum fyrir neða haha. Hlakka til að sjá þetta live ;)
Post a Comment