Thursday, January 10, 2013

Herbergi #4 - hvað er í gangi?

 Þvottahúsið er vægast sagt að taka lengri tíma en við áætluðum en þetta er allt að smella saman og klárast pottþétt í næstu viku. Stærstu verkefnin eru búin og bara smá saumaskapur, lakkumferðir og skraut eftir. 

Hér eru nokkrar myndir af stöðunni eins og hún er í dag:

Ljósið komið upp 

"Til minnis" ramminn í vinnslu.

 ...og svo þarf auðvitað að lakka hurðina og gereftin!

Annars er ég á fullu að vinna í skipulagi heimilisins og þar sem ég er búin að fá nokkrar fyrirspurnir varðandi t.d. hvernig ég skipulegg heimilið og hvernig ég finni mér tíma til að gera allt sem ég geri þá ætla ég að deila með ykkur skjölunum. Ég vona að þið getið líka nýtt ykkur þau.

Til að byrja með ætla ég að setja inn dagbók 2013 sem ég bjó til. Eigum við ekki bara að segja að það komi inn á morgun svo allir geti byrjað um helgina! ;)

Skipulag, skipulag, skipulag!

***

2 comments:

Unknown said...

Þú ert SMITANDI kona! Ég er farin að setja upp bók, 2013 verður árið sem ég næ að halda skipulags-bók :p

Heimilisfrúin said...

Snilld! ;)