Þessa samlokuvasa geri ég stundum. Þeir eru ótrúlega góðir og henta mjög vel fyrir lítil börn. Færslan hér fyrir neðan er af gamla blogginu.
Hér lýsi ég hvernig á að gera þá með eplum og osti en ég er líka búin að prófa að gera þá með osti og skinku, pizzafyllingu og camenbert og sultu - allt mjög gott!
***
Ég byrjaði á því að skera eplin smátt og gera sósuna.
Sósan var maple sýróp og Dijon sinnep (2/3 sýróp á móti 1/3 sinnepi).
Síðan tók ég skorpuna af brauðinu og flatti það út með kökukefli.
Þegar brauðið var orðið flatt fékk ég litla hjálparkokkinn minn, hann Atli, til að pensla brauðið með sósunni.
Þá settum við fyllinguna sem var í þessu tilfelli ostur og epli.
Svo var bara að brjóta brauðið saman, þrýsta vel á alla kanta og setja á bökunarplötu.
Ég spreyjaði bæði plötuna og brauðið með bökunarspreyji. Það gerði ég til að fá brauðið vel stökkt.
Ég átti afgang af fyllingunni sem ég setti í eldfastmót og bakaði með brauðinu (ca. 10-15 min).
Síðan bar ég þetta fram með smá sýrópi. Þetta var ótrúlega gott þó ég segi nú sjálf frá.
***
No comments:
Post a Comment