Thursday, January 24, 2013

Þvottahúsið - Seinni hluti

Þá er komið að vinstri helmingnum!

Eins og ég sagði í síðustu póstum þá veggfóðruðum við þann vegg. Þetta var í fyrsta sinn sem við veggfóðruðum og við hefðum alveg getað valið okkur einfaldara veggfóður! Þetta var mynstrað og undir súð....en þetta tókst að lokum og það er það sem skiptir máli.


Á þessum vegg eru gólfhitalagnirnar og það er eiginlega út af þeim sem við ákváðum að veggfóðra. Ég vissi  að við þyrftum að klæða þær/smíða utan um þær og þá var eitthvað svo tilvalið að kaupa veggfóður og efni í stíl.



Ég er bara mjög sátt við þetta og það er ágætt að hafa þessa hillu til að leggja frá sér hluti og annað.

Ferlið

Síðan þurftum við að setja inn þá hluti sem verða að vera í þvottahúsum en eru ekkert sérstaklega flottir eins og t.d. þvottasnúrur og straubretti.

1. Þvottasnúrur

Ég leitaði lengi að þessum þvottasnúrum og fann þær svo á útsölu í Húsasmiðjunni. :)


Þær virka svona:

Maður þarf að hengja snúrurnar upp á einn vegg og á vegginn á móti þarf að setja tvo króka.



Við fákváðum að fela krókana með myndinni þegar snúrurnar eru ekki í notkun. :)



Og volá! :)

2. Straubrettið

Annað sem verður að vera í þvottahúsinu er straubretti. 
Það er erfitt að finna falleg straubretti þannig að við fórum í IKEA og keyptum innbyggt.
Það er bara skúffa í innréttingunni sem sést ekkert....


...en verður svona...


Með innbyggðu straubretti og útdraganlegum þvottasnúrum getur maður látið þvottahúsið líta út fyrir 
að vera spikk&span! :)

***

4 comments:

Rósir og rjómi said...

mjööög snjallar lausnir hjá þér, glæsilegt!

Jórunn said...

Vó töfra þvottahús :D

Anonymous said...

Omg þetta er drauma þvottahús :) virkilega smart og flott!
Gaman að fylgjast með.
Kær kveðja
Guðrún Ásta

Hanna said...

Skemmtilegar lausnir :) Og fallegt að auki :)