Ég elska að baka!
(Hér gæti verið punktur en svo er ekki.)
Ég elska að baka sem er ágætt því ég er algjör kökusjúklingur. Mér finnst að það eigi að vera kaka við öll tilefni og líka þó að tilefnið sé að það sé ekkert tilefni. ;)
Ég elska flestar kökur en skemmtilegast finnst mér að borða bragðgóðar OG fallegar kökur.
Ég s.s. elska ekki bara að baka kökuna heldur líka að borða hana!
Og af hverju er ég að skrifa þetta hér, jú því mig langar svooo í köku!
Ég er byrjuð að pæla í afmæliskökunni minni en þangað til að hún verður að veruleika þá eru hér nokkrar af kökunum mínum.
***
3 comments:
Þú ert svakaleg.... snillingur :)
-Anna Guðrún
mjööööög flottar kökur!
Ohh núna langar mig í köku! ;)
Post a Comment