Monday, March 11, 2013

Herbergi #6 og #7 - Stofan og borðstofan


Siggi er að klára baðherbergið "as we speak" og því um að gera að pæla í næsta herbergi eða herbergjum! 

Herbergi #7 er borðstofan

Í dag lítur borðstofan ca. svona út (fyrir utan kökurnar og skreytingarnar). 

Skenkurinn og borðstofusettið

Borðið og stólarnir

Það sem við ætlum að gera er:

* Mála
* Fá nýtt borð (þetta er btw til sölu!! :))
* Setja nýja stóla
* Færa ljósið á réttan stað
* Setja gardínur sem hægt er að þvo


Herbergi #6 er stofan


Ef við skoðum teikninguna af húsinu má sjá að stofan, borðstofan og eldhúsið er allt eitt rými. 
Þessvegna ætlum við að taka borðstofuna og stofuna saman. Þar sem eldhúsið er svo dýrt (s.s. borðplatan) ætlum við að bíða aðeins með það þangað til í sumar.

Stofan lítur svona út í dag:



Þessar myndir eru alls ekki góðar en á þeim má sjá ALLA helstu gallana sem stofan hefur uppá að bjóða.

T.d. fær grái liturinn (sem er sá sami og má sjá á borðstofumyndunum) stundumm á sig grænan blæ, gardínurnar eru alltaf í ruglinu eftir litlu guttana mína, sófinn er alltof stór og þetta er bara allt eitthvað í klessu. ;)

En við ætlum að laga þetta ASAP! ;)

Það sem við ætlum að gera er:

* Taka arininn (hann er líka til sölu) 
* Mála
* Setja nýjar gardínur
* Fleiri hillur/geymslur á vegginn
* Nýr sófi
* Stólar (með tíð og tíma)
* Motta
* Málverk (einn daginn)
* Myndir
* Lampar og ljós
* Stofuborð
* Eitthvað skraut til að gera þetta hlílegt

Þá er bara að byrja að undirbúa og bretta upp ermarnar! ;)

***


4 comments:

Erla Kolbrún said...

Hlakka til að fylgjast með:-)

Mátt senda mér upplýsingar um arininn
erlakolbrun1985@gmail.com

Margrét said...

Langar að forvitnast hjá þér hvar þú fékkst skenkinn? :)

Heimilisfrúin said...

Erla: Arininn er heimasmíðaður í kringum etanólarinn. Hann er 113 á lengd og 121 á hæð.

Margrét: Þessi skenkur er keyptur í IKEA og með svöru gleri líka frá IKEA. Þetta var LANG ódýrasta lausnin sem við fundum og kemur mjög vel út.

Margrét said...

Ég hef verið að leita að svona skenk en aldrei fundið hann inn á Ikea síðunni. Manstu undir hverju þetta er? Þetta er nefnilega ekki undir "skápar og skenkar"..