Wednesday, March 6, 2013

Litla baðið og Landspítalinn

Hæ öll, munið þið eftir mér? :)

Bloggleysi síðustu daga stafar ekki eingöngu af því að ég er ekki enn búin að fá 60 like á Facebook færsluna mína (!!!!????!!!!) heldur höfum við eytt þeim að mestu á Landspítalanum. 

Litli monsinn okkar fékk bakteríusýkingu í blóðið sem fór svo í mjaðmaliðinn á honum. Hann er búinn að vera SVO veikur litla greyið og mömmuhjartað er alveg í molum. 


Hann var lagður inn frá mið-föst í síðustu viku og svo aftur á mán-þrið. En við erum loksins komin heim og hann er allur að koma til. :)

***
Baðið!

Baðherbergið er ennþá bara 90% tilbúið en þar sem Alma vinkona mín getur ekki beðið lengur þá ætla ég að henda inn nokkrum fyrir og eftir myndum.

Þetta eru samt bara "myndbrot" en restin kemur inn þegar baðið er 100% tilbúið 
(eða þegar 60 like eru komin í hús).

Hér er klósettið og vaskurinn/vaskborðið fyrir

Hér eru svo lítil brot af þvú hvernig þetta lítur út í dag:


Liturinn á veggjunum 

Klósettkassinn

Innréttingin

Skrautmunir

Jæja, hvernig líst ykkur á?

***

6 comments:

Anonymous said...

Flott! Bíð spennt eftir framhaldinu;)

Kv.Hjördís

Rósir og rjómi said...

Bataknús á litla monsann :-) Bíð spennt eftir baðherbergismyndum!

alma said...

kræst hvað er að þessu fólki?! Þetta er ekki nóg, ég þarf meira! En þetta lítur mjög vel út það LITLA sem ég sé =)
Alma

Anonymous said...

Æææ elsku kallinn það á ekki af honum að ganga, bataknús á hann.

En þetta lúkkar svaka vel og kellan voða spennt að sjá meira :)

Knús EBH

Anonymous said...

Úff, sem betur fer er hann að hressast litli kallinn, alveg ómögulegt að vera svona lítill og veikur, og mega ekki hreyfa sig!!!

Baðið lúkkar vel, hlakka til að kíkja í heimsókn :)
Kv. gellansemáaðveraaðgeraSÍÐASTAverkefnið!!!!!

Anonymous said...

Bata kveðjur á litla manninn.
Mjög flott, spennandi að sjá framhaldið :)
kv. Guðrún Ásta