Fyrir breytingar:
Borðstofan okkar var mjög tómleg þegar við fluttum inn.
Við keyptum þetta borð í IKEA og stólana í RL.
Síðan var sett parket á gólfið, skenkur á vegginn og stólarnir lakkaðir svartir.
Þetta var s.s. fyrir breytingarnar.
***
Í dag er borðstofan okkar svona:
Á síðustu mánuðum höfum við svo verið að mála allt rýmið, setja gler á skenkinn, fengum nýtt borðstofuborð og stóla í jólagjöf frá okkur sjálfum og fjölskyldunni minni, færðum ljósið á réttan stað, settum upp vínrekka sem við fengum í brúðargöf og skrautmuni sem ég fékk í afmælisgjöf og sem við áttum fyrir.
Hér má svo sjá nærmyndir af þessu öllu saman.
Hvernig líst ykkur á?
Viljið þið vita eitthvað meira um rýmin?
Hvar þetta er keypt?
Heildarkostnað?
Af hverju þetta en ekki eitthvað annað?
Númer á málningu?
Stærri/minni myndir?
Annað?
Endilega látið mig vita svo fleiri geti notið góðs af þesum breytingum. :)
***
9 comments:
Ótrúlega skemmtilegar breytingar! Vill heyra meira!
Mjög fallegt, gaman að sjá hvað það hefur tekist vel að gera borðstofaun hlýlega og flotta.
Kveðja Kristín
Glæsilegt!
Stórglæsilegt hjá ykkur eins og allt sem þið gerið :D Mig langar að vita hvaðan stólarnir koma og hvort þeir kosti hvítuna úr augunum ;)
Mig langar að vita hver þið fenguð borðstofuborðið og stólana?
Mjög vel heppnaðar breytingar, hlakka til að sjá meira!
Jebbs vil endilega heyra meira, hvar fenguð þið skenkana?
EBH
Hvar léstu gera plexi glerið á skenkinn ?
Bestu kveðjur til þín
Sólveig Björg.
Hæ,
Glerplatan er líka úr IKEA. Hér er eins nema bara styttri: http://www.ikea.is/products/17481
Okkar er 180 á lengd og nær yfir 3 skápa.
Post a Comment