Ég skellti mér til Bandaríkjanna fyrir jólin eins og svo margir aðrir. Ég náði að versla alveg fullt af skemmtilegum og merkilegum hlutum en það sem kom hvað mest á óvart var tæki sem Inga vinkona benti mér á að kaupa.
Þetta er rafmagns andlitsskrúbbur sem má fara með í sturtu. Skrúbburinn snýst í báðar áttir og það er hægt að velja hægt eða hratt. Það fylgja honum nokkrir auka burstar en svo er líka hægt að kaupa staka. Þetta er ótrúlega þægilegt tæki og kostar að mínu mati ekki mikið. Það eru til fleiri tegundir en ég hef talað við nokkra sem hafa keypt dýrari týpur og eru ekki ánægðir svo ég mæli með ódýru CVS týpunni. Ég geymi mitt í sturtunni og notað það ca annanhvern dag. Ég verð alltaf pínu rauð eftir að hafa notað skrúbbinn en það hverfur á innan við 5 min.
Með þessu keypti ég svo andlitshreinsi frá Clearasil sem virkar vel á mína húð. Mér finnst ég finna mun á húðinni og ég hef heyrt að þetta virki vel á t.d. fílapensla.
***
No comments:
Post a Comment