Monday, January 20, 2014

Skipulag í óskipulagi

Ég er mjög skipulögð manneskja að eðlisfari. Mér líður illa þegar það er dót út um allt og mér líður illa að vita ekki hvar hlutirnir eru geymdir. Mér finnst ekki nóg að taka til upp á borðum, á gólfum, þurrka af og ryksuga. Ég kalla það ekki einu sinni að taka til heldur að "ruppa til." 
 
 

Þegar ég tek til þá tek ég til í öllum skápum, skúffum og öðrum skúmaskotum. Mér finnst í rauninni ekki hreint heima hjá mér nema að allir hlutir séu á sínum stað, bæði þeir sem eru til sýnis og þeir sem eru inní skúffum og skápum.
 
 
Að því sögðu þá langar mig til þess að segja að þetta er samt alls ekki staðan á heimilinu. Ég á lítil börn og mann sem fer sínar eigin leiðir hvað varðar að ganga frá inní skápa. Heimilið mitt ber þess greinilega merki að við erum fimm í heimili og að hér búa þrjú börn yngri en 8 ára.
 
OG ÞAРER ALLT Í LAGI. 
 
 
Ég vildi bara koma út úr skápnum áður en ég fer að setja inn skipulagsfærslur því ég veit að ég hljóma oft mjög extream en mér finnst bara svo gaman að skipuleggja! Það þýðir alls ekki að við fylgjum þesum plönum 100% eftir.
 
***
 
P.s. mig langar að þakka ykkur fyrir skilaboðin, athugasemdirnar og póstana. Ég er kannski ekki sú duglegasta að blogga en þetta hvetur mig án efa til þess að gera meira af því.   

3 comments:

Anonymous said...

Sjúkk ég var farin að halda að þú værir ekki mannleg ;) Ég er líka skipulagsfrík...inn í hausnum mínum og hvergi annars staðar. Dæs!

Kv, Jórunn

Kría said...

Hehe:)

Anonymous said...

hahaha.. vá þetta er eins og talað frá mínu hjarta!! Elska að skipuleggja.. En vantar stundum að það sé farið eftir skipulaginu! :)

Kv. Ragna