Thursday, October 30, 2014

Ameríka - listinn!

Ég er enn að jafna mig á því að við séum komin heim og að þessi draumferð sé búin. Til að ná okkur niður skoðum við myndir af ferðinni daglega og látum okkur hlakka til næstu ferðar - 2016!
Ég var beðin um að búa til lista yfir þær búðir og veitingastaði sem ég kíki í/á þegar ég fer til Ameríku. Listann má finna HÉR.  
Ég setti inn þær búðir sem ég fer alltaf í þegar ég fer til USA.
Þetta eru föndurbúðir, fatabúðir, heimilisbúðir, skipulagsvörubúð og meira að segja matvöruverslun (Super target). Ég setti líka inn linka á heimasíður þeirra og smá upplýsingar um hverja og eina.
Ég setti líka inn veitingastaði en athugið að þetta eru samt ekki allt beint veitingastaðir. T.d. er Ihop morgunverðastaður og Cinnabon selur bestu kanilsnúða í heimi.
Það væri gaman að heyra frá ykkur hvaða búðir þið skoðið og þá get ég bætt þeim á listann.
***

1 comment:

Anonymous said...

Veitingastaðir:
Ruth's Chris Steakhouse
Longhorn (finnst það persónulega mun betra en Outback)
Panera -æðislegt í morgunmat
Owen's Fish camp í Sarasota
Crabby Bill's á Clearwater beach (og reyndar á fleirri stöðum líka held ég)

Sá að það vantaði K-mart á listann, að fara þangað á útsölur er hægt að fá fullt af flottum barnafötum t.d Disney á slikk yfirleitt 75% afsláttur. Sofia Vergera hannar líka föt fyrir konur og selur þar og þau eru mjög flott, það er hægt að finna falda gullmola í K-mart t.d æðisleg aðhaldsföt.

En sá að líak að það vantar eitt sem er algjör skylda á shopping listann:)
Calvin Klein og Michael Cors og Neiman Marcus og Macy's.

Flottur listi ég fer mikið til Bandaríkjanan og það er etthvað á listanum hjá þér sem ég þekki ekki, hlakkar til að fara yfir hann og sjá hevrju ég hef verið að missa af :-)