Ótrúlegt en satt þá fór ég í fyrsta skipti í The Container Store þegar ég fór til USA í október. Ég hef heyrt góða hluti um þessa búð og mig hefur alltaf langað til að fara í hana en hef aldrei látið verða af því. Miðað við nafnið þá var nokkuð ljóst að við yrðum miklar vinkonur en við urðum sko meira en það!
***
Ég var búin að standa í hurðinni í svona 30 sek þegar það komu tveir starfsmenn að aðstoða mig. Eftir stutt spjall um skipulag, frí, Ísland, eldfjöll og fleira vildu þau ólm labba um búðina og sýna mér allt og alla. Rúnturinn tók ca 20 min og ég naut þess í botn.
Yndislegt fólk, æðisleg búð og ég elska hvað allir eru "kammó" í henni Ameríku. :)
***
Mér fannst hálf dónalegt að taka myndir á meðan þau voru að sýna mér búðina en ég tók samt nokkrar til að sýna ykkur.
Endalaust af boxum fyrir snyrtidót, skartgripi og fleira.
Dagatöl til að skipuleggja mánuðinn
Ótrúlega flott og litrík box sem passa vel á skrifstofuna eða í barnaherbergið
Dagatöl til að skipuleggja vikuleg matarplön
...og allt fyrir fjölskylduna!
Eitthvað sem mig langar voða mikið í - innpökkunaraðstaða
Körfur, körfur og fleiri körfur
Svo var endalaust til að skipuleggja eldhúsið - mig langði í allt!
***
Ég verð nú líka að sýna ykkur eitthvað af því sem ég tók með heim...
Ávaxtakarfa með bananahengi!
Mig var í alvörunni búið að langa í svona síðan ég flutti að heiman (13 ár) svo ég lét verða af því núna!
Og mikið sem ég er glöð með þessa elsku....Sigga finnst ég samt pínu klikk. :)
Hversu girnilegt!?
P.s. mér skilst að þeir sendi til Íslands.
***
No comments:
Post a Comment