Thursday, April 23, 2015

Sólir

Í gær fór ég á opnun Sóla, jóga- og heilsuseturs úti á Granda. Sólir er fyrsta jógasetrið sinnar tegundar hérlendis m.a. að því leiti að þar er boðið upp á allskonar tegundir af jóga sem er kennt eftir stundarskrá. Þannig getur maður valið það sem manni langar til að gera áður en maður mætir. Þá er bæði kennt í heitum og köldum sölum svo allir ættu að geta fundið jóga við sitt hæfi. 



Snillingurinn á bakvið Sólir er Sólveig Þórarinsdóttir. Sólveig er algjör jógasnillingur og þar að auki er hún ótrúlega flott stelpa með metnaðarfull markmið og fáránlega góða nærveru.



Hönnuðurinn á bakvið húsnæðið er Hanna Stína innanhúsarkitekt og vá, vá, vá!
Efnið sem þau nota er að mestu leiti endurunnið og stíllinn er einhvernvegin ótrúlega hrár en um leið svo stílhreinn. 


Afgreiðsluborðið er úr endurunnum múrsteinum en með þeim fylgdi saga hússins sem þeir tilheyrðu.



 Hægt er að kíkja inn í salina í gegnum þessi kýraugu - algjör snilld!


Ótrúlega töff hurðir inní búningsklefana og járnrörið er snilld!


Í miðjunni er þetta flotta tré en í kringum það á að koma stór bekkur

 Þessi fær að fylgja með. Það var ótrúlega fyndið hvað var erfitt að taka myndir þarna án þess að sjást líka þar sem það eru speglar allsstaðar! :)

Til að fá frekari upplýsingar um Sólir bendi ég á heimasíðuna og Facebook síðuna. Formleg opnun er svo á laugardaginn

***


No comments: