Thursday, July 26, 2012

Bloggrúnturinn

Það er til endalaust mikið af bloggum á netinu. Sum þeirra eru ótrúlega skemmtileg og önnur ekki svo mikið. Ég eyði alveg ágætlega miklum tíma á kvöldin í að skoða mín uppáhaldsblogg sem fjalla nánast öll um breytingar á húsum eða mat. Þaðan reyni ég svo að fá hugmyndir og hvatningu til þess að prófa að gera nýja hluti. 

Ég hélt á tíma að blogg væru „útdauð“ en mér finnst eins og að þeir sem gáfust ekki upp á því að blogga séu að koma tvíefldir til baka. Þetta er meira að segja orðið það fagmannlegt að sumir vinna 100% við að blogga um áhugamálin sín!

Sem dæmi um fólk sem vinnur við þetta eru Sherry og John (+Clara og Hamburger) í Young house love. Þau blogga um breytingar á húsinu sínu en þar sem þau eru svo ótrúlega öflug þá halda þau líka út bloggi (s.s. öðru og aðskildu) um fjölskylduna sína. Þau eru ótrúlega hugmyndarík og ég elska stílinn þeirra m.a. því hann er svo ferskur!




Ég skoða ekki mörg íslensk blogg en mitt uppáhalds íslenska blogg er Skreytum hús. Það er hún Soffía Dögg eða Dossa sem er með þetta blogg og hún lýsir því svona: Heimilisblogg um daginn og veginn - Börnin mín tvö, fjölskylduna og vini, ljósmyndun, heimilið, fallega hluti - bara allt það sem gerir lífið að því sem það er og ég er þakklát fyrir!

Þetta blogg er stútfullt af hugmyndum og svo er bara svo gaman að lesa það. Þessi síða er klassískt dæmi um blogg sem gaman er að lesa því það skín í gegnum textann og myndirnar að hún eeeelskar það sem hún er að gera.





En að einhverju allt öðru...Nú eru bara ca 6 dagar þangað til að ég byrja að blogga um Bjarka herbergi! Eru ekki allir spenntir? ;)

***

No comments: