Á afmælisdaginn hans vorum við stödd upp í sumarbústað og þar héldum við fjölskyldan smá Mikka mús afmæli um morguninn. Snúðurinn fékk gamla Fisher Price búðarkassann frá foreldrunum og gamla símann frá systkinunum.
Á þriðjudaginn síðasta héldum við svo uppá afmæli fyrir fjölskyldu og vini. Það var þema í afmælinu (þar sem ég er þemasjúk) og í þetta sinn urðu uglur fyrir valinu. Ég bjó til uglu köku, það voru uglur á bollakökunum og í skreytingunum. Veðrið var yndislegt og því buðum við líka uppá grillaðar pylsur. Þetta heppnaðist ótrúlega vel og Bjarki var alsæll (og við auðvitað). :)
Undirbúningurinn
Afmælis-monsi
Partý krakkar :)
Fjölskyldan og vinirnir
Pakkafjör!
Takk fyrir Monsa litla allir sem fögnuðu þessum áfanga með okkur!
***
No comments:
Post a Comment