Monday, July 23, 2012

Tölum um planið!


Ég hef einstaklega gaman af því að skipuleggja og búa til plön. Ég er „Excel-skipulagsfrík“ og ég held að fólk geti fengið ágæta innsýn í líf okkar Sigga síðustu 8 árin í möppu í tölvunni okkar. Við erum með plön fyrir ótrúlegustu hluti eins og fjármál, kvöldmat, afþreyingu, hátíðir, tiltekt og fleira.



Ég er alls ekki að segja að við förum 100% eftir þessum plönum en mér finnst bara svo miklu betra að hafa þau til staðar. Þau sýna mér að það er hægt að gera „allt“ þegar manni finnst maður ekki hafa tíma/pening – ef maður er bara vel skipulagður!

Að því sögðu þá er ég auðvitað líka búin að plana þetta verkefni okkar Sigga út í gegn (eða þangað til annað kemur í ljós) og mig langar til að deila því með ykkur. J



Við lítum á þetta sem fjölskylduverkefni. Við ætlum að gera eitt herbergi í einu og reyna að gera það á næstu 18 mánuðum. Húsið mun EKKI verða 100% tilbúið eftir þennan tíma því ég held að húsið okkar verði aldrei 100% tilbúið. Þá er ég ekki að reyna að vera neikvæð heldur veit ég að ég mun alltaf vera að breyta og skreyta og Siggi hefur gaman af því að stússast og mun alltaf vera að stússast eitthvað. 

Markmið þessa verkefnis er að gera húsið okkar að heimili á tæpum 2 árum og að húsið muni ekki líta út eins og nýbygging eftir 2 ár. Ef það næst þá verðum við glöð.J

Við erum búin að negla niður röðina á herbergjunum og árið 2012 lítur ca. svona út:

Ágúst: Bjarka herbergi
September + október: Forstofan og gangurinn niðri (þetta liggur saman og verkefnin eru svipuð.)
Nóvember: Þvottahúsið
Desember: Litla baðið



Annað sem við erum búin að ákveða er (og afsakið enskusletturnar):

Guidelines fyrir húsið: svart, hvít og pastel litir í grunninn. Sterkari litir með og breytanlegir.
Stíll: íslenskt/amerískt.
Markmið: Stílhreint en kósí. Clutterfree og vel skipulagt. Allir hlutir þurfa að eiga sér stað. Auðvelt að þrífa og taka til.


Jæja, hvernig líst ykkur á?  :)

***

3 comments:

Guðrún Helga Ástríðardóttir said...

Æðislegt! Hlakka til að fylgjast með þessu verkefni hjá ykkur :)

Salvör said...

Þetta stefnir í að verða uppáhaldsbloggið mitt ;)

Kría said...

Vel:)