Við fórum í Heiðmörk á laugardaginn með góðum vinum. Við tókum
með okkur nesti en það vildi svo skemmtilega til að ég var ný búin að baka kanelsnúða
með „twisti“.
Þegar ég segir „twisti“ þá meina ég að ég bætti við sykurpúðum og þetta var vægast sagt djúsí.
Þetta heppnaðist bara ágætlega en þetta var
líka veeel sykrað! ;)
Deigið:
100 gr. smjör
0,5 lítri mjólk
1 pk. þurrger
60 gr sykur
0,5 tsk salt
900 gr. hveiti (líka
gott að nota heilhveiti til helminga)
Ég byrja á því að
setja hveitið í eina skál. Ég tek alltaf ca 100-150 gr af hveitinu frá og nota
það til það hnoða með. Síðan set ég restina af þurrefnunum í eina skál og svo vökvann
+ gerið í eina skál.
Síðan blanda ég
þurrefnunum saman og helli vökvanum út í. Svo er bara að hnoða. Ég leyfi
deiginu að hefast í ca 30 min á volgum stað.
Svo er bara að fletja deigið út og fylla það af einhverju gómsætu. Þessi uppskrift er líka
rosalega góð fyrir pizzasnúða og skinkuhorn. :)
***
No comments:
Post a Comment