Thursday, July 19, 2012

Velkomin/n!

Þá er maður fluttur og gamanið byrjað. Ég þarf reyndar að læra á Blogger.com þar sem ég var hjá Wordpress.com . 

Þetta verður bara gaman og ég er GEÐVEIKT spennt! :) Ég ætla að reyna að blogga 5x í viku og fjalla mest um húsið okkar en líka fjölskylduna, mat, kökur, föt og eiginlega bara allt annað sem mér dettur í hug. 

Þið verðið að vera dugleg að kommenta og segja öðrum frá síðunni og í staðin verð ég dugleg að gera eitthvað skemmtilegt og blogga um það í leiðinni. 


BYKO

Mig langar líka að benda á að við vorum svo heppin að fá frábæran styrktaraðila og ég hvet ykkur til þess að fara inn á síðuna þeirra og skoða vöruúrvalið. Hingað til höfum við keypt ca. 90% af byggingaefninu hjá Byko þannig að við getum svo sannarlega mælt með þeim og meint það! 

Styrktaraðilar koma sér vel þar sem það er dýrt að innrétta heilt hús á ca 18 mánuðum en planið er að reyna að fá fleiri styrktaraðila seinna þannig að endilega hjálpið okkur að byggja upp þessa síðu. Þannig  ættum við að geta fengið flott fyrirtæki með okkur í þetta verkefni og gert húsið okkar svakalegt! :)

En jæja þá er ekki aftur snúið, þetta er byrjað! Ég hlakka til að lesa þetta blogg eftir 2 ár, þá í tilbúnu húsi og  með fjölskyldunni út í garði í bongó blíðu (og kannski búin að fá hund)! :)

***




4 comments:

Heimilisfrúin said...
This comment has been removed by the author.
Hildur said...

Test - nú ættu allir að geta kommentað! ;)

Salvör said...

Snilld! Hlakka til að fylgjast með ykkur ;)

Kría said...

Til lukku með síðuna, hlakka til að fylgjast með:)