Thursday, August 30, 2012

Herbergi #1: Leskrókur

Bjarki Snær elskar að skoða bækur og þ.a.l. var algjört möst að hafa leskrók í herberginu hans.
Stað sem væri sýnilegur og aðgengilegur fyrir lítinn stubb til að ná sér í eina góða bók og hafa það kósí. :)
Við gáfum Margréti æðislegan stól í 1. árs afmælisgjöf. Við létum verðið ekki stoppa okkur og keyptum hann með það í huga að hún myndi eiga hann fyrir börnin sín.
Þannig var það nú ekki því stóllinn var með hræðilegu áklæði (þ.e. mjög ópraktísku fyrir börn) og eftir stuttan tíma þá varð hann mjög skítugur.
Það þýddi ekkert að þrífa hann því þá flosnaði uppúr efninu og stóllinn varð enn verri!


Við ákváðum þ.a.l. að selja hann á Bland.is. Eftir mánuði í sölu og eitt lélegt tilboð ákvað ég að geyma hann og sjá hvað ég gæti gert við hann.

Ég fékk yndislega vinkonu mína/mömmu (hana Kristínu) sem er algjör snillingur og getur gert ótrúlegustu hluti til að skoða stólinn. Hún var fljót að finna lausn á vandanum og klára málið.

Í dag er stóllinn svona og smell passar í nýja herbergið.

Það sem ég gerði var að kaupa gardínur í IKEA (sjá hér) og Kristín bjó til stykki til að klæða stólinn úr því. Nú get ég skellt því í þvottavél og ekkert vesen. Stóllinn fékk annað líf og ég er svo ótrúlega ánægð með hann að þið trúið því ekki! :)

Ástæðan fyrir því að ég keypti gardínur frekar en efni var einfaldlega því að efni er svo ógeðslega dýrt!
1m kostar um 3.500 krónur en þessar gardínur kostuðu tæpar 7.000 kr. inní því voru tveir "vængir" sem voru 250*145 cm.
Annað sem við gerðum var að kaupa þessar hillur í IKEA og leskrókurinn var tilbúinn.
RIBBA myndahilla L55cm. Hvítt

Svona lítur hann út í dag:


Hvernig líst ykkur á?

Á morgun er svo komið að því að sýna allt herbergið - enda 31.ágúst! ;)

***




 

7 comments:

Jórunn said...

Glæsileg lausn :) Ferlega krúttlegur stóll, gæti vel hugsað mér að tilla mér þarna og lesa um íslensku húsdýrin :D

alma said...

Geðveikt!

Kría said...

Þetta líst mér vel á! :)

Anonymous said...

Hlakka til að sjá herbergið tilbúið!!
Yndislegt að hafa svona leshorn fyrir hann.

Rósir og rjómi said...

Ikea hillurnar eru snilldarlausn, er einmitt að velta svona leshorni fyrir mér fyrir litla bókasjúka guttann minn! Hlakka til að sjá allt herbergið :-)

Anonymous said...

Guðrún Ásta
Æj þetta er ekkert smá kósý og krúttlegt!

Unknown said...

Lestrarhestur in the making! :)