Sunday, August 19, 2012

Herbergi #1: Litlu verkefnin

Þegar maður er í svona framkvæmdum þá er fullt af litlum verkefnum sem "detta á borðið" hjá manni. Þessi póstur verður um þessa litlu hluti.

En fyrst mynd af eldri tveimur börnunum sem eru alltaf til í að hjálpa mömmu og pabba í framkvæmdunum. :) 

Sætu skottin mín!

1. To do listinn

Ég bara varð að gera to do lista og festa hann á skápinn. Ég er týpan sem ELSKAR að krassa yfir það sem er búið á listanum og vinn betur ef ég fæ að gera það. 
(Án gríns ég fæ næstum því meira út úr því að taka út hlut af listanum en að sjá verkið klárað). ;)





2. Hurðir

Í þessu verkefni verða 2 hlutir ekki kláraðir. Það eru hurðir og gólfefni. 

Þegar við fluttum inn þá keyptum við hurðir á Barnalandi. Við keyptum 10 stk. á ca 10-15þ. Þessar hurðir voru úr einhverju eldgömlu húsi sem brann svo þær voru ljótar og illa farnar. Mig langaði alltaf til að lakka þær hvítar en þar sem þær áttu bara að vera í húsinu í stuttan tíma þá vildi Siggi alls ekki gera þær of fínar því hann var svo hræddur um að þá myndum við ekki kaupa nýjar. ;)

Við ákváðum samt að lakka eina umferð á þær í þessu verkefni og búa til hurðarkarma úr spónaplötum. Það munar svo miklu en tekur lítinn tíma. Þetta var svona meðalvegur okkar hjóna! ;)





Hér er ég að spreyja karmana sem við söguðum bara til sjálf. Það er líka hægt að láta saga þær í réttar stærðir t.d. í BYKO. Við komumst að því að það borgar sig alls ekki að spreyja karmana þar sem brúsinn kostar tæplega 3.000 kr. og það fara 2 í einn karm (grunnur+lakk)!!!

Miklu ódýrara að lakka þær bara með lakki sjálfur. Það sást varla á dósinni eftir eina umferð. :)


Sama á við um hurðina!


Loka útkoman verður svo sýnd þegar ég sýni herbergið tilbúið en hér er svona "fyrir" mynd. 

3. Skápurinn

Eins og ég sagði í upphafi þá er eitt af markmiðunum að hafa allt skipulagt og að það sé auðvelt að taka til.
Inní herberginu hans Bjarka voru tveir IKEA skápar og þeir er fullir af fötum. 
Okkur langaði þ.a.l. til að bæta við öðrum skáp sem væri fyrir dótið.

Fyrir

Eftir

Í skápnum lengst til hægri á myndinni eru fullt af IKEA kössum sem allt dótið hans Bjarka mun fara í. Þannig er auðvelt að taka til og maður getur vanið hann á að ganga frá þeim kassa sem hann er að leika sér með áður en hann nær í nýjan. 



4. Gólflistar

Við ákváðum að setja gólflista þó svo að við erum bara með bráðabirgða gólfefni. Gólflistar setja oft punktinn yfir i-ið að mínu mati og sérstaklega svona amerískir gólflistar eins og við vildum hafa. 

  
Við límdum þá á, bæði því þeir eru bráðabirgða og því þeir eru úr mdf sem á það til að brotna uppúr ef neglt er í það. 


Hvernig líst ykkur á?

Næst á dagskrá er leshornið og myndir!

P.s. Endilega like-ið síðuna á Facebook! 


***

2 comments:

Salvör said...

En spennandi!

Rósir og rjómi said...

vá hvað þið eruð dugleg, gaman að fylgjast með!