Jæja þá er maður loksins komin aftur á fullt skrið eftir síðsumarflensuna!
Þið eigið inni alveg fullt af póstum og til að vera "on track" á breytingunum í Bjarka herbergi þá ætla ég að koma með fullt af verkefnum í einum pósti í staðin fyrir að deila þessu niður á nokkra pósta. :)
1. Skúffurnar í kommóðunni
Eins og ég sagði um daginn þá klæddi ég skúffurnar í kommóðunni hans Bjarka að innan með gjafapappír úr IKEA. Ég var búin að taka nokkrar myndir af ferlinu sem ég fann ekki þegar ég bloggaði um það þannig að ég ætla að byrja á því að sýna ykkur þær.
Þetta var mjög einfalt og ég mæli með því að þið prófið þetta. Ég myndir reyndar frekar nota skrapp pappír ef ég gæti það því hann er þykkari.
2. Rafmagnið
Við áttum eftir að laga/klára nokkrar rafmagnsdósir í herberginu og undir venjulegum kringumstæðum þá hefði það ekki tekið neinn tíma. EN NEI okkur tókst að bora í vatnslögn þannig að þetta tók aðeins lengri tíma en við ætluðum.
Siggi að undirbúa sig
Gatið
Þá var bara að hringja í Helga pípara og fá hann til að segja okkur hvað við þyrftum að gera. :)
Við þurftum s.s. að laga gatið og lögnina og það tókst að lokum.
Búið að laga gatið á lögninni og setja snilldar (íslensku) uppfinninguna Plasterplug í gipsið. ;)
Svo var bara að laga rörið frá hinni hliðinni og gera allt klárt.
Rafmagn - Tékk!
3. Loftið
Loftið var flóknara en við áttum von á. Við þurftum að gera grind sem var endalaust flókin (að okkar mati) - jahh allavega svona í fyrsta sinn. Enda höfum við aldrei gert svona áður og erum að læra um leið og við framkvæmum. Þetta tókst þó að lokum og hér eru nokkrar myndir af því ferli.
Loftið í upphafi
Grindin að verða klár
Þá var bara að setja panelinn á og það var...áhugavert. ;)
Siggi að finna til panel í réttum lengdum
Siggi týndur að reyna að setja rafmagnið fyrir loftljósið á réttan stað.
Að lokum kíttuðum við svo í bilið.
Það er ótrúlegur munur á loftunum!
Þið sjáið það betur í lokamyndatökunni þegar allt er tilbúið. ;)
En jæja klukkan er orðin svo margt að ég held bara áfram að blogga á morgun. Ein mynd í lokin af sæta monsa í herberginu sínu.
***
2 comments:
Bjarki Snær að sjálfsögðu í stíl við herbergið sitt í röndóttu :) Ótrúlega spennandi að fylgjast með, leiðinlegt að hafa ekki getað skoðað þetta með eigin augum um daginn. Kv. Hugborg Erla
HEPPIN...að hafa akkúrat náð að hitta á vatnslögnina ;) Glæsilegt annars hjá ykkur, hlakka til að kíkja í heimsókn og skoða!
Post a Comment