Monday, October 22, 2012

Herbergi 2: útifötin

Ég var lengi búin að spá í það hvernig ég ætlaði að koma öllum útifötunum fyrir í litlu forstofunni okkar og hvernig ég ætlaði að fá börnin mín til að ganga frá þeim óumbeðin.

Mér fannst skórekkar (eins og við vorum með fyrir) vera of plássfrekir og mér fannst eins og það væri alltaf drasl og óregla í forstofunni. 

(Ég er meira fyrir "clean and clutter free" og vil helst hafa allt falið - það var markmiðið hér.)

Fyrir
(Ok, það er reyndar raunverulega drasl þarna en svona var þetta venjulega og markmiðið er að hafa hreint - alltaf!)

Ég var búin að máta í huganum skápa, skórekka, uppröðun og fleira en mér fannst það allt alltof plássfrekt, draslaralegt eða ekki minn stíll. 

Siggi stakk uppá því að allir myndu bara ganga frá skónum sínum inní skáp (þar sem það er jú pláss þar fyrir skó) en mér fannst það bara ekki raunhæft. 

Krakkarnir mínir koma heim úr skólanum og eyða max 2 min í frágang óumbeðin

Þetta var því lausnin og hún virkar - öll markmiðin "tékk". ;)
 


Eftir



(Það vantar reyndar eina körfu efst)

Við Siggi göngum núna frá okkar dóti inní skáp og börnin hafa öll sína körfu og snaga. Gestirnir fá líka sér körfu. :)

Þau eru svo stolt af þessum breytingum að það er undantekning ef þau skilja skónna sína eftir á gólfinu!

Körfurnar geyma skóna svo þau geta bara hent þeim í þær og það tekur 0,1 sek! Úlpan fer á snagan og húfur og vettlingar í efstu körfuna eða inní skáp.

One happy mama! :)

***

Svo raðaði ég líka betur og merkti allt í forstofuskápnum.


Skápurinn opinn (Ikea Pax)
Sjáið þið nýja gullfallega hermannajakkann minn!!!!! ;)


Skóskúffurnar


Börnin eru með eina skúffu og við Siggi eigum tvær


Aukahlutirnir


Allir með sérkassa


Efst eru svo peysur og dótið okkar Sigga


Allt velmerk! :)

***


5 comments:

Salvör said...

Þetta er algjörlega til fyrirmyndar! Ekkert smá flott - ætla að notfæra mér ýmsar hugmyndir.

P.s ég er líka svona merkjafrík. Árni var einmitt að gefa mér svona vél sem gerir gamaldagsmiða, þessa með upphleyptu stöfunum. Ein spennt að prufa ;)

Heimilisfrúin said...

Frábært. :)

Ég elska merkivélina mína og merki allt! Eini gallin er hvað áfyllingin er dýr...

Sjáumst í kvöld.

Anonymous said...

Snilld :)

EBH

Anonymous said...

Aðdáunarvert - hlakka til að koma og fá körfu :D :D
Garna

Jórunn said...

Vá ég þyrfti að gera eitthvað svona, þarf klárlega að eignast merkivél ;)