Thursday, January 17, 2013

Húsið okkar

Það er kannski ágætt fyrir ykkur sem lesið bloggið og hafið ekki komið í heimsókn að fá að sjá yfirlitsmynd af húsinu okkar.  :)

Húsið okkar var byggt 2008 og eins og ég hef sagt áður þá sá Siggi eiginlega um að byggja þetta blessaða hús!



Við búum á tveimur hæðum eins og sést á þessari mynd frá byggingu hússins.

Á neðrihæðinni er gengið inn í forstofu og svo lítið baðherbergi. Úr forstofunni er gangur/hol og þar til vinstri er hurð sem leiðir mann inní geymsluna og bílskúrinn. Til hægri er op og þar fyrir innan er stórt rými (um 50m2) með eldhúsi, stofu og borðstofu.

(ATH hlutföllin eru ekki rétt )

Af neðri hæðinni er gengið upp stiga og þar mætir manni stórt opið rými sem er í dag sjónvarpsherbergi en mun skiptast upp því við ætlum að bæta við skrifstofurými. Til hægri er svo þvottahúsið, Margrétar herbergi og Atla hverbergi (3 ára). Til vinstri er baðherbergi, Bjarka herbergi (1 árs) og hjónaherbergi. 

(ATH hlutföllin eru ekki rétt )

Þess má til gamans geta (þar sem ég var að tala um það í kommentum að ég ELSKA Excel) að ég teiknaði sjálf húsið okkar upp í Excel eins og það er á þessum myndum. Við fengum svo tækniteiknara til að setja það upp í "rétt" forrit þannig að við myndum fá teikningarnar samþykktar.

(Sjá líka á gamla blogginu HÉR)

***


No comments: