Tuesday, April 16, 2013

4 ára afmælið hans Atla

Afmælisprinsinn varð 4 ára í ár og það dugði ekkert minna en 3 daga veisla því til heiðurs!

1. Leikskólinn

Þann 4. apríl héldum við veislu fyrir leikskólavini Atla. Afmælið var haldið hér heima og veðrið kom skemmtilega á óvart. Börnin voru svo þæg og góð að við áttum ekki orð. 
Skerjagarður er alveg með´etta! ;)

Við byrjuðum á því að ná í krakkana á leikskólan og labba heim til okkar. 



Þemað í veislunni var Spiderman en Atli er með æði fyrir ofurhetjum.



Krakkarnir komu inn, borðuðu og sögðu varla orð. Svo stóðu þau eitt upp í einu, þökkuðu fyrir sig og fóru út að leika - þetta var án gríns ÓTRÚLEGT! ;)




Á meðan sátum við foreldrarnir úti og drukkum kaffi og kók!


2. Fjölskyldan og vinirnir

Þann 6. apríl buðum við svo vinum okkar og fjölskyldu í afmæli. Þemað var hvorki meira né minna en Leiftur, Batman OG Spiderman.




Kakan varð náttúrulega að vera í stíl við þemað og Atli var MJÖG sáttur við kökuna því hún náði að dekka þetta allt saman. ;)






3. Afmælisdagurinn - morguninn

Á sjálfan afmælisdaginn, þann 10. apríl, var guttinn svo vakinn með söng, kökum og pökkum.





(Ég tók bara video af morgninum svo það eru engar myndir til....)

Afmælisdagurinn - Beint eftir leikskóla

Seinna um daginn kom svo amman með sinn pakka og Atli fór svo mikið hjá sér að hann missti málið í nokkrar klukkustundir!




3,5. Afmælisdagurinn - seinni parturinn

Atli mátti velja hvað hann vildi gera á afmælisdeginum sínum. Við áttum von á því að fara í skemmtigarðinn eða bíó en NEI, drengurinn vildi fá mynd af sér í Perlunni, Hallgrímskirkju og Hörpunni. Það þýddi túristadagur fyrir fjölskylduna! 

Við byrjuðum á því að fara í Hallgrímskirkju.




Síðan fórum við í Hörpuna





Og að lokum fórum við í Perluna og fengum okkur ís!



Æðisleg afmæli, æðislegir dagar og MEST æðislegur strákur!

***

Ég mæli alveg með því að hafa með krakkana í svona túrista-leik. Þau skemmtu sér konunglega og við ekki síður. Þetta kostar lítið sem ekkert en getur léttilega verið heill dagur af skemmtun.



***





No comments: