Saturday, April 20, 2013

Borðstofan - smáatriðin

Ég hef fengið þó nokkrar fyrirspurnir út í söguna á bakvið þessar breytingar okkar og einnig kostnaðinn. 

Sagan er frekar einföld. Það getur verið mjög þreytandi að búa í hálfkláruðu húsi og finnast eins og maður eigi alltaf að vera að gera eitthvað þegar manni langar bara að slappa af. Okkur fannst þetta vera of mikið álag og ákváðum að eyða ári í að koma öllu á gott ról til að geta farið að einbeita okkur að einhverju öðru. Við erum ekki að klára húsið okkar í orðsins fyllstu og við erum ekki að láta breytingarnar kosta hvítuna úr augunum á okkur. Við erum bara að gera húsið hlílegt og heimilislegt.

Eins og þið kannski vitið þá er ég mjög skipulögð og við reynum að lifa eftir fjárhagáætlunum. Við sáum að við gátum minnkað eyðsluna á nokkrum stöðum og þannig eytt meiru í húsið og það er það sem við erum að gera. Við tókum líka ákvörðun um að nýta allar gjafir og "auka pening" þetta árið í húsið.

Hér er það sem við gerðum og kostnaðurinn á bakvið borðstofuna:


1. Við létum sérblanda litinn í borðstofunni og hann heitir Siggagrár (í höfuðið á Sigga mínum). 
Liturinn fæst í Litalandi og þar er líka frábær þjónusta og starfsfólk sem er mjög "þolinmótt".

2. Gardínurnar eru úr RL lagernum og kostuðu í alla stofuna ca 30 þúsund. Þetta eru gardínurnar sem voru fyrir en mig langaði að skipta þeim út því það var svo erfitt að þrífa þær/eða ekki hægt. 
Ég komst hinsvegar að því að bleyjutuskur geta gert þær eins og nýjar úr kassanum og því ákváðum við að halda þeim.

3. Vínrekkinn, blómavasinn og kertastjakinn á borðinu eru allt gjafir sem við höfum fengið og fást allar í Epal.


5. Útvarpið fengum við í brúðkaupsgjöf og fuglakertastjakana keypti ég í USA fyrir löngu (sjá hér).

6. Borðstofuborðið keyptum við í ILVU en ég finn það ekki á netinu. Við keyptum það á TAX free og það kostaði þá um 50 þúsund.

7. Stólana gáfum við og fjölskyldan mín okkur í jólagjöf (mjög sniðugt) og þeir voru á tilboði og kostuðu 14.800 kr/stk. í Heimahúsinu

Þessar breytingar kostuðu þ.a.l. ca 85 þúsund.

(Við seldum borðstofuborðið á 25þ svo þetta kostaði í raun 60þ)

***



3 comments:

Anonymous said...

Virkilega smart og notalegt hjá ykkur. Gaman að fylgjast með.
kv
Guðrún Ásta

Sólveig Björg said...

Hvaðan er hvíti skenkurinn ?

Bestu kveðjur.

Heimilisfrúin said...

Hann er út IKEA. Ef þú smellir á hann í póstinum þá sérðu allar upplýsingar um hann.