Friday, April 26, 2013

Jákvæðni tattoo

Eitt af markmiðunum mínum er að vera jákvæðari.

Mig langaði þ.a.l. í eitthvað til að minna mig á að vera jákvæð.

Fyrsta sem mér datt í hug var að fá mér armband en svo fannst mér svo óþægilegt að vinna með armband (s.s. vinn við tölvu). Þá datt mér í hug að fá mér hálsmen en var fljót að fatta að maður vill geta skipt um hálsmen reglulega. Þá var ekkert annað í stöðunni en að fá sér lítið persónulegt tattoo!

Já, ég fékk mér tattoo og ég sé ekki eftir því. :)

Þar sem Atli var veikur daginn sem ég átti pantaðan tíma, þýddi ekkert annað en að bjóða honum með. Tattoo-ið átti að vera komið á mig fyrir þrítugsafmælið!

Fyrir
(Er ekki hefð fyrir því að sýna fyrir myndir ;) )


Allt tilbúið....


Atli sæti sem skildi ekkert hvað var verið að gera (og ég sagði honum það heldur ekkert)


Búið að teikna tattooið á mig


"Eftir"


Ein ánægð með sig! :P


Og tattooið í dag


Þetta er s.s. hvítt tattoo (þar sem það er eingöngu ætlað mér). Þetta minnir mig á allt sem ég á og hvað ég má vera þakklát fyrir það. Ekki nóg með það heldur má finna stafi allra fjölskyldumeðlima í því (M,A,B og S) - væmið? Já líklega en það má þegar maður er að skrifa eitthvað á líkamann sinn 4EVER!

***





1 comment:

Anonymous said...

Ég held að ég hafi aldrei sagt þetta um annað en yndisleg falleg börn EN mér finnst ÆÐIBITI passa þér mjög vel :) Fallegt hjá þér Hildur Arna!
Kv. Hugborg Hjörleifs