Eins og ég sagði um daginn þá er ég alltaf að leita að nýjum leiðum til að búa til peninga-afmælisgjafir. Mér var bent á tvær nýjar hugmyndir og ég ákvað að sýna ykkur hvernig þær komu út.
1. Peningur í blöðru.
Við fórum bara í Partý búðina og létum gera þetta. Kostaði með "lóðum" til að blaðran myndi ekki fara frá okkur um 350 kr.
2. Peningur í ramma
Þetta er bara IKEA rammi sem kostar 395 kr. tveir í pakka. Svo er þetta smá bútur af skrapp pappír og úr peningnum gerði ég origami hjarta (sjá hér).
***
No comments:
Post a Comment