Saturday, May 18, 2013

Melónuarmband

Mér finnst voða gaman að föndra með börnunum mínum og það finnst þeim líka. Þau eru mjög spennt og áhugasöm í upphafi en svo enda ég oftast ein í lokin þar sem einbeitingin hjá þeim er bara ca 15 min en föndur tekur amk 30 min. En það er líka allt í lagi. :)

Um daginn bjuggum við til armbönd úr melónusteinum. Þetta er eitthvað sem ég elskaði að gera þegar ég var lítil og var alveg viss um að Margrét myndi líka kunna að meta.

***
Það sem þarf að gera:

1. Taka steinana úr melónunni, þrífa þá og setja í vatn með matarlit


2. Þurrka steinana á eldhúspappír


3. Þá er bara að ná í nál og tvinna og byrja að þræða



4. Svo er bara að binda hnút og nota ;)


***





2 comments:

alma said...

mega flott!

Kría said...

Vá, þetta er æði!