Tuesday, May 7, 2013

Afmælisgjafir

Ég er alltaf í vandræðum með afmælisgjafir fyrir bekkjarfélaga dóttur minnar. Henni finnst skemmtilegast að gefa pening og mér finnst það ágæt lausn þar sem viðmiðið er 500 kr. (upp í 1.000 kr. ef maður gerir kortin sjálfur) og maður fær lítið fyrir 500 kr.

Ég er þar af leiðindi alltaf að reyna að finna lausnir til að gera peninginn "meira spennandi" og langar að deila tveimur hugmyndum með ykkur. 

Þetta eru origami kjóll og skyrta úr pening. 
Lítur kannski út fyrir að vera flókið en er það alls ekki.




Ég nota svo bara pappír út IKEA (hvítan og í lit) til að gera kortið.

 Úr hvíta pappírnum geri ég kortið sjálft og svo klippi ég út ramma úr litaða pappírnum til að gera kortið aðeins líflegra. Ég nota svo UHU til að líma litaða pappírinn á þann hvíta og svo nota ég double tape eða kennaratyggjó til að festa peninginn á pappírinn. 

***

2 comments:

Telma said...

Vantar takka til að ýta á like hehe algjör snilldarhugmynd :)

Anonymous said...

Mjög flott! Þegar börnin mín voru yngri reyndi ég alltaf að eiga ódýra ramma (víða hægt að kaupa þá mjög ódýrt) og rammaði peninginn inn. Það vakti alltaf lukku.
Svo hef ég líka séð þá setta inn í uppblásna blöðru!

kveðja, Þorbjörg (laumulesari sem datt hér inn af tilviljun)