Thursday, May 30, 2013

Garðurinn

Nú er komið sumar (skv. dagbókinni) og við hjónin byrjuð að huga að garðinum. 

Okkur langar að að gera ýmislegt í garðinum þetta árið en þar sem sumarið er stutt (og fullbókað) 
þá þarf að forgangsraða. Það helsta sem okkur langar að gera er:

* Grindverk, til að litlu guttarnir okkar fari sér ekki að voða
* Matjurtagarð, því það er svo gaman
* Inngang fyrir framan húsið, til að losna við sandinn
* Ruslageymslu, því ég er komin með leið á því að keyra alltaf á tunnuna ;)

***

Við byrjuðum á því síðustu helgi að gera matjurtagarð.
Við settum niður kartöflur og kál en fyrir var rabbabari og jarðaberjaplanta.
Í sumar ætlum við svo bæta við forræktuðu grænmeti og kryddjurtum.

Svona leit garðurinn úr fyrir:


Við byrjuðum á því að taka mestan arfann. Svo tók pabbi sig til og rótaði moldinni með einhverju tryllitæki. Síðan bjuggum við Siggi til "götur" og ég setti niður grænmetið á meðan Siggi hellulagði.

Hér má sjá kartöflurnar:


Og hér er garðurinn eftir þetta.
Þess má geta að við eigum eftir að laga rabbabara- og jarðaberjagarðinn.


***

3 comments:

Alma said...

geðveikt!

Unknown said...

Gott trick (næsta sumar) ef þú vilt losna við að reita arfann í kartöflubeðinu. Hafa fleiri raðir saman og setja svartan plastpoka yfir (moka hann vel fastann og þéttan að) og stinga svo fyrir kartöflunum svo að stilkarnir komist upp. Það er svo asskoti leiðinlegt að komast á milli þeirra að reita ;)

-edda

Kría said...

Flott! Passaðu svo bara að keyra ekki á ruslageymsluna:)