Eitt af því sem eldist ekki af mér er sú staðreynd að mér finnst voða gott og gaman að vinna með tékklista, bæði heima og í vinnunni. Tékklistar gefa manni góða yfirsýn og svo fær innri skipuleggjarinn minn smá kikk í hvert sinn sem ég næ að haka við eitthvað á listanum.
Sá tékklisti sem ég nota örugglega hvað mest er fyrir dagleg verkefni. Ég er fyrir löngu búin að læra hvað stendur á honum og hann er líka löngu kominn inní rúntínuna. Samt sem áður fær hann að hanga með öllum hinum listunum - Það er jú svo gaman að haka við verkefnin! :)
Þau verkefni sem eru á mínum lista eru:
Taka vítamín
Búa um rúm
Draga frá
Læra með Margréti
Ekkert nammi
Hrein neðri hæði
Hrein efri hæð
Taka upp dót
Elda mat
Ganga frá mat
Út með rusl
Þvo þvott
Brjóta saman þvott
Ganga frá þvotti
30+ min hreyfing
Gefa Hnorða að brða
Taka til dót fyrir morgundaginn
Svæfa börn
Og svona lítur listinn út:
Þið getið nálgast Excel skjalið HÉR og auðvitað breytt því eftir ykkar þörfum. Þið megið líka endilega deila með mér þeim verkefnum sem þið bætið inn á listan svo við hin getum séð hvort við séum að gleyma einhverju.
***
4 comments:
Snilld! Takk fyrir þetta :)
Þú ert yndi! Ég nældi mér í eintak og bætti við kvöldlestri með syninum, taka úr uppþvottavélinni og einn grænn drykkur á dag. Ég ákvað samt að halda inni "læra með Margréti"...djók:)
Hahaha! :)
Elska líka lista, ætla að prófa svona lista :) en eitt…velti samt fyrir mér þegar það eru tveir krossadálkar.. fyrir þig og hann.. verður aldrei metingur hver gerir mest? ;) þegar þetta sést svona "svart á hvítu" ;)
Post a Comment