Það er langt síðan ég bloggaði síðast en við höfum ekki setið auðum höndum hér á bæ. Við eyddum sumrinu að mestu í garðinum og svo fór haustið í annað verkefni sem ég mun segja ykkur frá fljótlega.
En nú erum við komin aftur í gang og herbergi #8 er í vinnslu. Þetta er alveg nýtt herbergi (s.s. við ákváðum að bæta því við) og mun innihalda skrifstofu okkar hjóna.
Við ákváðum að stúka smá bút af sjónvarpsholinu/fjölskyldurýminu og gera skrifstofu úr því enda nóg pláss þar. En meira um það síðar.
***
Fyrir utan venjuleg húsbyggingarverkefni þá er ég búin að eyða síðustu vikum í að skipuleggja ALLT sem mér dettur í hug til að gera lífið sem einfaldast. Mig langar auðvitað til að deila því með ykkur (þ.e. ef einhver er ennþá að lesa þetta blogg!)
Ég er komin aftur!
***
8 comments:
Vei vei vei :)
Kv. EBH
Vúhú!
Hlakka til að fylgjast með framkvæmdum!
-Beta
Spennt að sjá framhaldið! :)
kv. Erna
mmm, skipulag! Ég vil fullt af svoleiðis póstum.
Gaman að þú sért komin aftur.
Harpa - ókunnug.
Ég fylgist spennt með!
Gaman gaman :D
-AF
Velkomin af stað aftur! Hlakka til að lesa fleiri pósta :-)
Gaman! Alltaf gaman að fá fleiri tips um skipulagningu. Gaman að fylgjast með húsinu ykkar :)
Post a Comment