Friday, March 21, 2014

Herbergi #8 - Skrifstofan

Við erum búin að vera á fullu að vinna í þessari blessuðu skrifstofu okkar og ótrúlegt hvað svona lítið herbergi getur verið tímafrekt. Við erum núna á lokasprettinum og því við hæfi að kíkja á fyrsta skrefið sem er "hvernig maður bætir við herbergi í opið rými í  miðju húsi". ;)
 
***
Við byrjuðum á því að stúka af herbergið með gipsgrind eins og þið sáuð í pósti í byrjun janúar. Í upphafi vorum við ekki viss hvort við myndum alltaf vilja hafa skrifstofuna þarna og því tókum við ákvörðun um að líma grindina við gólfið í staðin fyrir að bora í gólfið.     
 

 
Síðan fór Siggi í það að klæða grindina með gipsplötum en það er skemmtilegasti parturinn að mínu mati því þá líður manni eins og það mesta sé búið - sem er samt alls ekki rétt!
 
 
 

 
Það kom skemmtilega á óvart hvað skrifstofan passaði vel inn í rýmið en ég var hrædd um að það myndi minnka mikið. Skrifstofan er passlega stór og alrýmið er alls ekki lítið. Svo er efri hæðin að mínu mati miklu meira kósí svona og það er enn hægt að spila körfubolta uppi. Win win!:)
 
***
 

2 comments:

Salvör said...

Snilld! Við Árni erum einmitt að fara í sömu aðgerð, fínt að vita af fólki með reynslu ;)

Heimilisfrúin said...

Anytime my dear! ;)