Verð bara að setja inn myndir af krílunum mínum frá því á öskudaginn. <3
Við hér í firðinum góða héldum upp á öskudaginn hátíðlega. Á Facebook síðu hverfisfélagsins voru íbúar hvattir til þess að merkja húsin sín ef þau væru spennt fyrir því að taka á móti börnunum.
Mér finnst þetta voða sniðug hefð og eitthvað sem ég reyndi að koma inn þegar ég var í félaginu. Með þessu móti geta krakkarnir verið í sínum hverfum og þurfa ekki að fara út um allan bæ í leit að nammi. Svo er líka ótrúlega gaman að sjá og hlusta á þau.
Atli var stormtrooper, Bjarki Spiderman og Maddý var Elsa úr Frozen.
Margrét er forfallinn Frozen aðdáandi og um daginn þegar ég var að færa myndir af myndavélinni og á tölvuna rakst ég á þetta myndband. Ég er ekkert smá stolt af skottunni minni og hún kemur manni sífellt á óvart. Hún er búin að biðja mikið um að fá að fara í leiklist og ég held bara að það eigi vel við hana.
Að lokum verð ég að hafa myndir af 1/3 af namminu sem börnin söfnuðu! Margrét var mjög ánægð með afraksturinn enda nammigrís af verstu gerð.
***
No comments:
Post a Comment