Thursday, March 27, 2014

Hrím hönnunarhús

Hrim.is
 
Hrím var að opna nýja búð sem sérhæfir sig í eldhúsvörum og ég er gjörsamlega að tapa mér! Ég er náttúrulega snarklikkuð þegar kemur að eldhúsdóti og mig langar í allt....
 
Það er ekki næstum því jafnmikið af vörum á heimasíðunni eins og í búðinni en þau eru, að mér skilst, að vinna í nýrri heimasíðu. Við látum það ekki stoppa okkur og hér má sjá nokkra hluti sem fara hratt og örugglega á "langar í" listann minn:
 
 
Eigum við að ræða hvað þetta bollastell er skemmtilegt. Það þarf ekkert annað með þessu og teboðið er strax orðið legendary. [POP, Sagaform]

 
 
Litríkur bakki sem poppar upp rýmið. [Spear]


 
 
 
 Það er bara eitthvað við rendur sem lætur mig langar í allar þessar vörur í öllum litum. Svo er þetta líka bara svo skemmtilega einfalt en öðruvísi. [Kahler]
 
 
 
Ég er líka voða skotin í þessum vörum þar sem þær eru svo óhefðbundnar og skemmtilegar fyrir augað. Þær eru líka svo einfaldlega fallegar og það kann ég vel að meta. [Bloomingville]
 

Að lokum eru það svo þessi "mega töffuðu" frönsku hnífapör. Spennandi, öðruvísi, litrík og flott.
 
***
 
 
 
 
 
 
 

No comments: