Wednesday, July 2, 2014

Brúðkaup Ernu og Stebba

Ein af mínu bestustu bestu vinkonum, hún Erna, tók sig til og gekk að eiga Stebba sinn þann 14.júní sl. Ekki nóg með það heldur komu þau öllum á óvart og gerðu það óvænt í skírn dóttur sinnar, Marínar Byljgu - eða svona næstum því öllum...
 

Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Erna veit að BESTA vinkona hennar er skipulagsfrík af lífi og sál sem elskar ekkert meira en að halda veislur og því bauð hún mér að taka þátt í undirbúningnum (öllum þessum 4 vikum sem liðu frá því að þau ákváðu að gifta sig og þangað til að brúðkaupið sjálft var).

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af veislunni en á næstu dögum ætla ég að skrifa smá um það sem við gerðum (er ekki einhver að fara að gifta sig eða skíra?) :)



 



 
***

No comments: