Friday, July 4, 2014

Kökupinnar - rósir

 
 
 
Svona var ferlið:
 
1. Baka 1 súkkulaði betty crocker köku.
 
 
2. Mylja hana niður í skál og bæta við 200 gr af súkkulaði betty crocker kremi
(Ég er búin að eiga í erfiðleikum með að finna rétt hlutföll á kremi og köku þegar ég geri kökupinna. Hlutföllin skipta miklu máli því ef það er of mikið krem leka þeir til og þá er mjög erfitt að setja súkkulaði á þá og ef það er of lítið krem þá molnar kakan og það næst ekki slétt áferð. Í þetta sinn hnoðaði ég deigið og kremið saman þannig að ég bætti við 20gr af kreminu í einu. Niðurstaðan mín er að 200 gr í einn köku pakka sé málið, hvorki meira né minna.) 
 
 
3.  Taka smá krem og hnoða vel í litlar kúlur. Þegar kúlurnar eru orðnar þéttar þá eru þær gerðar að litlum dropum.
 
 
4. Þá er bara að ná í pinnana, bræða súkkulaðið og dýfa smá hluta í súkkulaði og stinga í kúlurnar.
Ef þið viljið sjá þetta ferli nánar þá endilega ýtið hér!
 
Næst á dagskrá er svo að skreyta kökupinnana:
 
5. Stingið út tvö blóm úr gum paste í þeim lit sem þið viljið og einn lítinn hring.
 
 
6. Gerið gat í miðjuna á blómunum.

 
7. Penslið með sykurmassalími.
(1 tsk tylose duft og 2 msk af volgu vatni gert kvöldið áður.)

 
8. Vefjið hringnum á toppinn á dropanum til að fela brúna litinn á kökunni.
 
 
9. Takið fyrra blómið og þræðið það upp. Vefjið því, eitt blað í einu, utan um kökupinnan. Mér finnst best að taka annaðhvert blað.
 




 
10. Gerið það sama með hinu blóminu.
 

11. Snúið pinnanum við þéttið við stilkinn.
 
 
12. Opnið blómið og lagið það til þannig að það verði eins og rós.
 


 
13. Leyfið þessu að harðna á góðum stað. Ég valdi papakassa og snéri þessu á ca 3 min fresti í 15 min.
 
 
 
Ég gerði ca 70 svona blóm og það tók um 5-6 klst eftir að ég fékk Sigga með mér í lið. Ég var mjög ánægt með rósirnar og þetta var ótrúlega flott sem skraut á veisluborðinu.
 
 
Ég verð samt að taka það fram að þetta er ekkert sértaklega bragðgott og alls ekki eitthvað sem fullorðnir voru að borða (reyndar prófuðu margir einn bita). Það er mikill fondant á þessu og hann harðnar en börnunum finnst þetta algjör snilld.
 
***
 
 

No comments: