Haustið er komið og það sést best á veðrinu síðustu daga.
Ég er ein af þeim sem finnst haustið bara ágætt. Með haustinu kemur rútína og dimmar nætur og það kann ég að meta. Þá styttist líka bæði í sumarfríið mitt (34 dagar) sem og jólin (112 dagar).
Mér fannst tilvalið að setja saman smá haustlista í kjölfarið.
Þetta eru þeir hlutir sem ég hefði keypt mér fyrir haustið hefði ég unnið í lottóinu um helgina.
Ég sé mig alveg fyrir mér með þessa hluti, hvort sem það væri dansandi útí rigningunni eða kósí heima undir teppi.
***
Föt:
Hunters hælastígvél - Geysir
Held að mig hafi sjaldan langað jafnmikið í skó eins og þessa!
66°
Plain og ótrúlega töff húfa sem ég held að passi ótrúlega vel við mig.
66°
Allir sem dansa í rigningu þurfa flotta regnkápu, þetta er mín uppáhalds.
***
Heimilið:
Ittala
Mig langar í 10 svona kertastjaka í öllum litum í Ribba hilluna mína frá IKEA - kertastjakar og haust passa saman eins og fransbrauð og smjör eða flís við rass.
Hrím
Fallegt og kósí teppi. Ég held að það sé skemmtilegra að kúra undir fallegu teppi....í alvöru!
Hrím - Not Knot púði
Ég held að ég sé eini núlifandi íslendingurinn sem á ekki not knot púða....verð að eignast hann "as soon as posible".
Epal - Moomin bollar.
Hér gildir það sama og um teppið - það er bara meira kósí að drekka úr fallegum bollum.
Epal - KAY BOJESEN
Á haustin er mikilvægt að eiga góða vini. Mig langar voða mikið til að kynnast þessum og jafnvel bjóða honum að búa með mér.
Matur:
Hér ætti að vera einhver gómsæt súpa og nýbakað brauð en það var bara ekki það sem kom fyrst upp í hugan svo ég held mig við hitt.
Epal - Lakrids by Johan
Ég er sjúk í lakkrís frá danska vini mínum, Jóhanni. Ég gæti án gríns borðað nokkrar dollur á dag án þess að fá leið á þessu. Nú er það lakkríssýróp sem ég sé fyrir mér út á ís, kökur, kex og bara nefndu það!
Valdís
Talandi um ís....mig langar alltaf í Valdís ís...ALLTAF! :)
***
No comments:
Post a Comment