Monday, September 29, 2014

Heimsókn

Eru þið líka búin að bíða eftir því að Heimsókn byrji aftur?

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP29876


Fyrsti þátturinn í þriðju seríu var á fimmtudaginn sl. og þá kíkti Sindri í heimsókn til Völu Matt. Ég er reyndar ekki með áskrift að Stöð 2 en ég horfi alltaf á þetta á Vísi - sjá hér

Mér fannst svolítið gaman að sjá hvernig hún nýtir pokana sem hún safnar t.d. sem lampa, geymslur og sem skraut.

Þegar ég gerist svo fræg að eignast eitthvað út Tiffany&co þá ætla ég klárlega að geyma pokann! ;)
Svo skemmir ekki hvað Sindri er ótrúlega flottur sjónvarpsmaður.

***

No comments: