Eins og þið munið kannski (eða getið séð HÉR) vorum við með ótrúlega krúttlega hreindýrasnaga í forstofunni hjá okkur. Snagana keyptum við í ILVA en því miður var líftími þeirra ca mánuður. Einn af öðrum duttu þeir af veggnum og brotnuðu - sama hversu marga tappa við settum í vegginn!
Það tók smá tíma að finna lausn á þessu snagavandamáli því við vildum marga snaga, sem þurftu að þola mikið en um leið taka lítið pláss.
***
Við enduðum á því að kaupa snaga í IKEA sem heitir LEKSVIK. Í heild sinni var snaginn reyndar of stór (passaði ekki á milli panelsins) svo við keyptum líka skúffu-framhlið í "gallaða horninu". Þetta kostaði saman ca 2.500 kr. sem var það sama og eitt hreindýr!
Svo var bara að föndra.
1. Losuðum snagana af
2. Skúffu-framhliðin
3. Röðuðum öllum á og merktum við hvar þeir áttu að vera
4. Svo var bara að festa einn í einu
Ég hvet ykkur til að kíkja í "bakherbergið" í gallaða horninu í IKEA - fullt af allskonar innréttingarhurðum, listum og fleiru sem hægt er að gera ýmislegt við.
***
No comments:
Post a Comment