Tuesday, September 16, 2014

Stevía

Ég er alltaf að vinna í því að bæta mataræðið mitt en þar sem ég er illa nammisjúk þá gengur það ekki nógu vel. Sykur er minn versti óvinur (en um leið minn besti vinur) og því er fókusinn þar núna.
Eitt af því sem mig hefur langað til að prófa að vinna með er Stevía.
 
 
***
 
Hér má sjá nokkra puntka um Stevíu sem ég fann á heimasíðu Heilsubankans:
 
* Upprunalega ættuð frá Suður Ameríku (Paraguay).
* Stevía  er notuð í sama tilgangi og gervisykur t.d. í drykki, sælgæti og ís. 
* Stevía er allt að 300 sinnum sætari en hvítur sykur og því á "minna er betra " við um stevíu.
* Stevía hefur ekki áhrif á blóðsykur og nærir ekki bakteríur eða ger.  
* Einnig er talað um að Stevía geti haft bólgueyðandi áhrif.   
* Aukaverkanir af notkun stevíu eru fátíðar.
* Stevía hentar vel í allskonar bakstur, matargerð, heita drykki sem og í allskonar kalda hristinga og grænar bombur.  
* 2-3 dropar af fljótandi steviu samsvara 1 teskeið af sykri og 6-9 dropar eða ¼ teskeið samsvara einni matskeið. 
 
***
 
Þegar ég ætlaði að kaupa stevíu um daginn sá ég að það er hægt að kaupa meira en 10 bragðtegundir sem allar eru ótrúlega girnilegar. Ég horfði lengi á glösin en fékk valkvíða og hætti við allt.
Mér datt þá í hug að senda Via Health (sem selur stevíu) póst og spyrja hvort þeir væru með einhvern "byrjenda pakka." Þeir voru þar reyndar ekki en mér var ráðlagt að byrja á því að kaupa vanillu því hún passar svo vel í svo margt.
 
Nú er vanillu stevían komin í skápinn og ég byrjuð að skoða uppskriftir - meira um það síðar (vonandi) ;)
 
***
 
 

No comments: